





+ 68
Kerlingarfjöll 22 km
Running Route
Details
21.18 km
1,120 m
Haldið er frá hótelinu beint í suður upp brattan stíg sem liggur um Ásgarðshrygg, sem gengur fram á milli tveggja gljúfra. Áfram er haldið að Hveradalahnúk og bullandi Snorrahver og niður í stórbrotna Hveradali þar sem fyrri drykkjarstöð leiðarinnar er að finna, eftir 5 km hlaup. Þaðan er haldið upp og yfir Kerlingarskyggni þar sem útsýnið er hreint út sagt frábært. Svo þarf að feta sig varlega í Hverabotn sem kúrir á milli fjallanna Mænis, Ögmundar og Hattar. Þá tekur við lækkun niður í djúpt gil og svo aftur upp snarbratta skriðu að sjálfri Kerlingunni sem er 25 metra hár hraundrangur utan í Kerlingartindi. Skammt þar frá, eða eftir 14 km hlaup, er síðari drykkjarstöð leiðarinnar. Þaðan er svo hlaupið austanmegin við Skeljafell, undir Tindabikkju og yfir fremri Ásgarðsá, upp á grýtt holt og aftur að Ásgarðshrygg og að endamarki fyrir neðan hótelið.
Route and Elevation
Segments
Name | Distance | Elev. Diff. | Avg. Grade |
---|---|---|---|
Ásgarður - Hveradala knúkur | 1.94 km | 176 m | 9.0% |
Grýtan | 1.93 km | -19 m | -0.1% |